47697387-cached

Líkt og Hvatinn hefur fjallað um áður stafar mikil hætta að hunangsflugum heimsins. Vísindamenn hafa lengi klórað sér í hausnum yfir því hvernig sé best að leysa vandann og er enn sem komið er engin lausn í augnsýn. Nú hefur Hollywoodstjarnan Morgan Freeman blandað sér í baráttuna og sagði frá framtaki sínu í spjallþættinum The Tonight Show með Jimmy Fallon nýlega.

Freeman hefur fjárfest í yfir 50 hektara landsvæði til að gefa hunangsflugum samastað og má sjá hann ræða um málstaðinn hér að neðan.