Þetta ótrúlega myndband, sem sést hér að neðan, var birt á dögunum á vefsíðu Evrópsku geimstofnunarinnar, ESA.

Myndbandið er unnið uppúr myndum sem teknar eru í tengslum við verkefnið Herschel infrared Galactic Plane Survey, Hi-GAL. Þar er vetrarbrautin skoðuð á ljóssviði sem augu okkar nema ekki. Eftir að myndirnar hafa verið unnar og þeim umbreytt hjá ESA verður þetta myndband svo til sem gefur okkur algjörlega nýja sýn á heiminn okkar.

Vetrarbrautin hefur kannski aldrei verið jafnfalleg.