Höfrungar og hnúfubakar eru þekktir fyrir að vera mjög gáfuð dýr. Sama á reyndar við um fleiri hvali.

Fyrir nokkru síðan sáust þessar tvær fyrrnefndu tegundir leika sér saman við strendur Hawaii. Ekki var um eitt stakt tilfelli að ræða heldur tvö þar sem höfrungurinn lá ofan á höfði hnúfubaksins meðan hnúfubakurinn lyfti höfrungnum upp úr sjónum og höfrungurinn renndi sér svo niður.

Atferlisfræðingar telja að um leik dýranna sé að ræða, þar sem endurteknar hreyfingar er að ræða þá virðist þetta ekki vera framkvæmt sem árás.

Reyndar líta dýrin út fyrir að skemmta sér konunglega, en sjón er sögu ríkari.

Heimild IFLScience.