Screen Shot 2015-11-23 at 17.55.36

Þó svo að NASA sé þekktast fyrir störf sín í geimnum vinnur starfsfólk stofnunarinnar einnig að málum tengdum jörðinni. Nú hefur NASA nýtt tæknina til þess að sýna myndrænt hvernig jörðin breytist með árstíðunum.

Hér að neðan má sjá mynband sem sýnir 12 mánaða tímabili og þær breytingar sem verða á gróðri og þéttleika plöntusvifs í hafinu á meðalári. Gróður og plöntusvif eru sýnd sem grænir blettir en þeir blettir sem eru brúnir og bláir gefa hins vegar til kynna að gróður og plöntusvif liggi í dvala.