Screen Shot 2016-02-01 at 22.45.56

Hvatinn hefur áður birt mögnuð myndbönd sem sýna til dæmis breytingar á sólinni yfir fimm ára tímabil og hvernig árstíðarbreytingar verða á jörðinni. Nú hefur European Organization for the Exploitation of Meteorological Satellites (EUMETSAT) birt myndband þar sem má sjá veðurbreytingar á árinu 2015 og má sjá það í heild sinni hér að neðan.

Myndbandið tæplega níu mínútur að lengd en í því má til dæmis sjá ferðir storma og breytingar á snjóþekju. Auk gagna frá EUMETSAT var notast við gögn frá Japan Meterological Agency og Bandarísku hafrannsóknarstofnuninni.