main

Bandaríska geimferðarstofnunin, NASA, hefur boðað til blaðamannafundar á morgun, þann 22. febrúar. Tilefnið er tilkynning varðandi uppgötvun utan sólkerfis okkar.

Litlar upplýsingar liggja fyrir um hvað það er sem NASA mun segja frá en stofnunin hefur gefið út að hún muni “kynna nýjar niðurstöður um plánetur sem eru á sporbraut um aðrar stjörnur en sólina okkar”. Á sama degi mun grein birtast í tímaritinu Nature þar sem fjallað verður um uppgötvunina auk þess sem nokkrir höfundar greinarinnar munu svara spurningum almennings á AMA (Ask Me Anything) þræði á Reddit og hægt verður að spyrja spurninga á Twitter undir myllumerkinu #AskNasa.

Blaðamannafundurinn mun eiga sér stað í Washington, DC, klukkan 13:00 á staðartíma eða klukkan 18:00 á íslenskum tíma. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér.