Mynd: Nasa
Mynd: Nasa

Eins og Hvatinn hefur áður greint frá hafa vísindamenn Nasa fundið vísbendingar um það að á Mars finnist vatn á fljótandi formi. Í gær tilkynnti Nasa svo á blaðamannafundi að þessar vísbendingar hafa verið styrktar enn frekar og telja þeir að nær óyggjandi sé að þar sé að finna fljótandi vatn.

Ástæða þess að vatnið er á fljótandi formi á þessum kalda stað er að það inniheldur svo mikið af söltum, sem lækka bræðslumark vatnsins. Það er nefnilega nauðsynlegt að vatnið sé á fljótandi formi, líf þrífst ekki einungis á vatni heldur vatni á fljótandi formi.

En hvað þýðir þetta? Er þá líf á Mars?

Með fljótandi vatni aukast óneitanlega líkurnar á því að finna merki um líf á Mars. Lífið þar er ekkert í líkingu við það sem fyrirfinnst hér á jörðinni, en vatnið á Mars nær að öllum líkindum bræðslumarki sínu einungis yfir heitustu mánuðina. Hina mánuði ársins er þar lítið að finna nema vatn á föstu formi. Sé einhvers konar líf að finna á rauðu plánetunni er það að öllum líkindum eitthvað á borð við bakteríur eða sveppi. Þar sem þessar lífverur geta lifað við mjög ýktar aðstæður.

Næstu skref Nasa eru að rannsaka fundinn ofan í kjölinn. Til að gera það stendur til að ná ítaka sýni úr plánetunni til að skoða hvaða efni eru þar til staðar og hvort þar sé mögulega vísbendingar um líf. Nú virðast því vera einstaklega spennandi tímar framundan.