Mynd: BBC
Mynd: BBC

Í nóvember í fyrra fylgdist heimurinn spenntur með náttúrulífsþáttunum Planet Earth II þar sem mátti sjá magnaðar myndir úr lífríki Jarðar. Nú hefur rannsókn sem unnin var af BBC og University of California Berkley sýnt fram á að það að horfa á náttúrulífsmyndir getur gert okkur hamingjusamari auk þess að draga út streitu og kvíða.

Í rannsókninni var notast við tækni sem byggir á því að kortleggja svipbrigði 7.500 þátttakenda frá ýmsum löndum. Tæknin var notuð til að lesa tilfinningar þátttakenda út frá svipbrigðum á meðan að þátttakendur horfðu á ýmsa sjónvarpsþætti allt frá fréttum, dramatískra þátta og Planet Earth II.

Í ljós kom að meirihluti þátttakenda upplifði aukningu í jákvæðum tilfinningum og marktækt minna af neikvæðum tilfinningum á borð við kvíða, ótta, streitu og þreytu á meðan horft var á náttúrulífsmyndir. Mesta breytingu var að sjá hjá konum og mesta minnkun á óróleika, íþyngjandi tilfinninga og þreytu var að sjá hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára.

Auk þess að meta áhrif þáttanna á þátttakendur voru 150 vísindagreinar sem fjölluðu um tengslin á milli náttúrunnar og lífshamingju fólks greindar. Niðurstaða rannsóknarhópsins var sú að tengsl okkar við náttúruna hafi ýmis jákvæð áhrif á borð við það að bæta athygli okkar, vitsmunalega getu og auka ró.

Í framhaldi af rannsókninni hefur BBC Earth sett af stað verkefni sem nefnist “The Real Happiness Project”. Á vefsíðu verkefnisins er að finna ýmis myndbrot úr náttúrunni og er hægt að sníða efnið að áhugasviði notandans.