Mynd: The Times
Mynd: The Times

Nú þegar nokkrir mánuðir eru liðnir frá loftslagsráðstefnunni í París fer að skýrast hvaða lönd það eru sem standa við stóru orðin. Svo virðist sem að Noregur verði eitt af þeim en ríkistjórnin hefur tilkynnt að áformað sé að eyða rúmlega 120 milljónum íslenskra króna í betra hjólastígakerfi í landinu.

Um er að ræða stórt kerfi af tveggja akreina hjólastígum sem eiga að gera íbúum kleift að komast leiða sinna á öruggari og hagkvæmari hátt en áður. Hjólastígarnir koma til með að liggja um borgir í landinu og eiga þeir að ná til helstu úthverfa.

Kerfið eru liður í þeirri skuldbindingu landsins að helminga útblástur frá samgöngum og að landið verði kolefnishlutlaust fyrir árið 2050. Einnig vill ríkisstjórnin að 10-20% allra ferða verði farnar á hjóli árið 2030.

Ekki eru allir sannfærðir um ágæti þessara fyrirhuguðu hjólastíga og hefur stjórnmálamaðurinn Kjell-Idar Juvik til að mynda bent á að veðrið í Noregi yfir vetrartímann geri hjólreiðar afar óhagstæðan kost, nú þegar sé nógu erfitt fyrir íbúa landsins að skafa bílrúðurnar á morgnana. Einnig hefur verið bent á að landslagið í Noregi er síður er svo flatt sem gerir hjólreiðamönnum erfitt fyrir.

Þeir sem talað hafa gegn áformunum vilja heldur að fénu sé eytt í að bæta almenningssamgöngur enda séu hjólreiðar ekki jafn vinsælar í Noregi og í nágrannlöndunum Svíþjóð og Danmörku. Ríkisstjórn landsins vill þó breyta því og telur að hjólreiðastígarnir séu lykilþáttur.

Það verður spennandi að fylgjast með framgangi mála í Noregi þenda minnir ýmislegt í umræðunni óneitanlega á Ísland.