Angel hair

Íbúar í Southern Tablelands í New South Wales í Ástralíu upplifðu á dögunum fyrirbæri sem hefur fengið nafnið englahár. Englahár eru þykkar breiður af silki sem þekur jörðina og myndar eitthvað sem gæti litið út eins og englahár. Englahárin eru í raun silkivefur sem köngulær hafa skilið eftir.

Köngulærnar taka uppá því þegar harðnar í ári að fljúga í burtu, þær annað hvort klifra uppí tré og láta vindinn grípa í loftbelg sem þær vefja sér eða nota vind til að feykja sér á sama hátt upp af jörðinni, til dæmis þegar mikið hefur rignt og þær hafa því enga staði að vernda á jörðu niðri.

Í Southern Tablelands var eins og ringdi köngulóm, himinninn virtist fyllast af silkivef og köngulærnar féllu niður á jörðina. Silkivefurinn verður eftir á jörðinni og myndar hvítar breiður meðan köngulærnar skríða í burtu og byggja sér heimili í nágreinninu.

Þetta fyrirbæri virðist gerast ansi oft í Ástralíu og hér má sjá skýrslu sem Keith Basterfield tók saman um slík tilfelli í Ástralíu til ársins 2001. Fjallar er um málið á The Sydney Morning Herald.