Mynd: Science Blogs
Mynd: Science Blogs

Hlýnun jarðar hefur varla farið framhjá nokkrum manni. Flestir sjá hag sinn í að sporna gegn gróðurhúsaáhrifum og er því mikið lagt uppúr rannsóknum á vinnslu og notkun lífeldsneyti í stað jarðefnaeldsneytis svo dæmi sé tekið. Önnur leið til að vinna gegn gróðurhúsalofttegundum er að binda koldíoxíð úr andrúmslofti sem er til dæmis gert með því að búa til græn svæði og gróðursetja tré. Enn ein leiðin er að binda koldíoxíð úr andrúmslofti með nýju efni sem ber heitir SGU-29.

Efnið eru kristallar sem smíðaðir voru af hópi vísinda manna við Háskólann í Stokkhólmi og Sogang Háskólann í Kóreu. Kristallarnir eru blanda af kopar og kísilefnum. Helsti eiginleiki efnisins er að það bindur koldíoxíð óháð rakastigi loftsins. Hingað til hafa flest efni sem þjóna þessum tilgangi verið þannig úr garði gerð að binding koldíoxíðs er í samkeppni við bindingu vatns og þar sem vatnið binst frekar fer binding koldíoxíðs fyrir lítið.

Vonir standa til að notkun á efninu verð hafin innan 5 ára, en þá verður kominn betri umgjörð um á hvaða hátt koldíoxíð verður fangað og hvernig það verður svo nýtt í kjölfarið.