Mynd: Matador Network
Mynd: Matador Network

Á undanförnum áratugum hafa kóralrif heimsins hnignað hratt. Hingað til hafa vísindamenn talið að ástæðurnar kunni að liggja í hlýnun jarðar, súrnun sjávar, aukinnar mengunar og ofveiði en erfitt hefur verið að greina nákvæmlega hvað það er sem hefur þessi áhrif. Niðurstöður nýrrar rannsóknar, sem birtar voru í Nature, varpa nýju ljósi á hnignun kóralrifa og staðfesta að súrnun sjávar hægir á vexti kóralla.

Rannsóknin sem um ræðir hefur þá sérstöður að hún er sú fyrsta sem notast við náttúruleg kóralrif til að kanna áhrif súrnunar sjávar. Í rannsókninni var hluti af Great Barrier Reef í Ástralíu kannaður. pH gildi sjávarins sem umlykur þann hluta rifsins var breytt til þess að líkja eftir því sem á sér stað þegar koltvísýringur í andrúmsloftinu eykst og því ástandi sem ætla má að hafi ríkt fyrir iðnbyltingu.

Í ljós kom að þegar pH gildið var nær því sem má búast við að það hafi verið fyrir iðnbyltingu jókst framleiðsla kórallanna á kalsíum karbónati, sem kórallar nota til að byggja upp ytri stoðgrind sína. Kórallarnir óxu því hraðar en þegar aðstæður voru svipaðar og í nútímanum.

Niðurstöðurnar benda sterklega til þess að súrnun sjávar, vegna aukinnar lostunar gróðurhúsalofttegundar, hægi á vexti kóralla. Rannsóknarhópurinn segir að dragi mannkynið ekki úr losun gróðurhúsalofttegunda að verulegu leiti megi búast við því að kóralrifin hverfi jafnvel fyrir lok þessarara aldar.