AC_0

Ný tækni, sem nýtir sér gervihnattamælingar, gæti hjálpað okkur að mæla sýru/basa jafnvægi í hafinu án þess að þurfa að fara á staðinn.

Sýrustig hafsins skiptir miklu máli fyrir lífverur þess og breytingar á því geta haft áhrif á t.d. vöxt stoðkerfis ýmissa dýra. Hafið er í eðli sínu basískt, en pH gildið er um 8,1. Þegar koltvísýringur leysist upp í sjónum myndast veik sýra en í kjölfarið fækkar bíkarbónat jónum. Frá því að iðbyltingin hófst hefur sýrustig hafsins hækkað um 26% prósent vegna aukinnar losunar á koltvísýringi en styrkur bíkarbónat jóna hefur fallið um 16%.

pH gildi hafsins er breytilegt eftir því hvar það er mælt og það gefur auga leið að auðveldast er að mæla það við strendur. Hingað til hefur því reynst erfitt og tímafrekt að mæla pH gildi í úthöfunum en þessi nýja tækni gæti breytt því.

Nýja aðferiðin nýtir seltu, hitastig og lit hafsins, sem safnað er með gervihnattamælingum til að reikna út pH gildi. Lit hafsins má nota til þessa meta magn chlorophyll-a í plöntusvifi. Gervihnattamælingar hafa verið notaðar til að mæla seltu frá örbylgjum sem yfirborðvatnið sendir frá sér. Með því að tvinna saman þessar tvær mælingar og yfirborðshitastig telja höfundar greinarinnar að hægt sé að reikna út sýrustig vatnsins.

Gervihnattamælingar eru ekki gallalausar og má meðal annars nefna að þættir, t.d. nálægð við land eða hafís, geta haft áhrif á niðurstöður. Þrátt fyrir þetta er þessi nýja tækni spennandi og ef rétt reynist gæti hún verið mikilvægt tól í því að fylgjast með sýrustigi hafsins.

Greinina má lesa í heild sinni hér.