Mynd: Dream Collaborative
Mynd: Dream Collaborative

Í mars 2015 tóku stórlaxar í Hollywood og verkfræðistofnanir höndum saman og efndu til samkeppni meðal upprennandi handritshöfunda. Samkeppnin fólst í því að skapa nýja sjónvarpsseríu sem er ólík því sem við þekkjum í dag. Skilyrðin voru einföld: aðalpersónan varð að vera kona sem vinnur í vísindageiranum.

Umsækjendur sendu inn 10 blaðsíðna handrit auk hugmyndalistar og hefur nú verið unnið úr umsóknum. Fimm þættir voru valdir og fá höfundar þeirra 5.000 bandaríkadala auk leiðbeinanda í Hollywood til að þróa seríuna áfram.

Þættirnir sem valdir voru bera eftirfarandi titla:

Ada and the Machine
Rule 702
SECs (Science and Engineering Clubs)
Q Branch
Riveting

Á vefsíðu tímaritsins Science má nálgast frekari upplýsingar upp þættina en auk þess er hægt að kjósa þann þátt sem fólki líst best á í óformlegri könnun.

Svo er bara að bíða og sjá hvaða þáttur verður að veruleika!