nytnivika_0

Vikuna 21.-29. nóvember stendur Reykjavíkurborg fyrir Nýtniviku 2015. Fram kemur á vefsíðu Reykjavíkurborgar að markmið vikunnar sé að draga úr myndun úrgangs og hverja almenning til að nýta hluti betur.

Meðal viðburða á Nýtniviku verða kynning á niðurstöðum forránnsóknar á matarsóun í Reykjavík, Facebookleikur þar sem leitað er að hugmyndum um það hvernig sé hægt að lengja líftíma vöru auk skiptibókamarkaðsins Græn bók – Góð bók sem Borgarbókasafn stendur fyrir.

Nýtnivika er kjörið tækifæri til að fræðast um þetta mikilvæga málefni og er hægt að fræðast frekar um viðburðinn á vefsíðu Reykjavíkurborgar.