tiger-1920x1080

Nýr ipad leikur kom út 18. mars þar sem þeir sem spila leikinn greina myndir af dýrum í þeim tilgangi að safna upplýsingum sem notaðar verða til að meta útrýmingarhættu, lifnaraðhætti og fleiri varðandi dýrin.

Hugmyndin gengur útá að nýta þann risavaxna gagnagrunn sem hefur myndast á tímum samfélagsmiðla. Fólk hvaðanæva að úr heiminum deilir myndum með heiminum í gegnum internetið og fjölmargar þessara mynda eru af dýrum. Með ipad leiknum er almenningur svo virkjaður til að greina gagnagrunninn.

Í fyrstu útgáfu af leiknum eru tígrisdýr tekin fyrir. Þá eru myndir af tígrisdýrum greindar af notendum. Notendur leikjarins fá ýmsar spurningar eins og:

– Hversu mörg tígrisdýr eru á myndinni?
– Hvað eru dýrin að gera?
– Hvernig er umhverfið sem dýrin eru í?

Notendur leikjanna fá stig fyrir að svara spurningunum og vísindamenn fá auknar upplýsingar um dýrategundir sem annars hefði tekið mörg ár að safna.

Upplýsingaröflun sem þessi er alltaf að verða vinsælli, þar sem almenningur ver virkjaður til að taka þátt og hjálpa til við upplýsingaöflun. Á ensku kallast þetta citizen science, en þetta er frábær leið til að auka skilvirkni í vísindaheiminum og koma vísindunum nær almenningi og vekja meiri áhuga á þeim.

Þetta verkefni var unnið af vísindahópi við háskólann í Surrey á Bretlandi.