Mother-and-Infant-Orangutans-by-Jami-Tarris-Corbis

Notkun pálmolíu er gríðarlega algeng í mörgum matvælum en því miður hafa þessar miklu vinsældir olíunnar slæmar afleiðingar fyrir náttúruna.

Nú hafa Ástralir sett á markað nýtt smáforrit fyrir bæði iPhone og Android þar sem hægt er að skanna stirkamerki matvæla til þess að athuga hvort þær innihaldi pálmolíu. Tilgangur smáforritsins, sem er því miður eingöngu nothæft í Ástralíu, er að hvetja fyrirtæki til þess að taka upp ábyrga stefnu í notkun á pálmolíu auk þess sem það auðveldar fólki að sniðganga vörur sem innihalda pálmolíu sem fengin er frá óumhverfisvænum ræktendum.

Þegar strikamerki eru skönnuð með smáforrtinu birtast upplýsingar um það hvort pálmolía sé í vörunni og hvort hún er frá umhverfisvænum byrgja. Ef varan er óumhverfisvæm stingur appið upp á öðrum vörum sem væru betri kostur. Smáforritið býður neytendum því auðvelda aðferð til að þrýsta á fyrirtæki að nota frekar pálmaolíu sem stuðlar ekki að skógareyðingu, eyðileggingu vistkerfa, útrýmingu dýrategundar og neikvæðum áhrifum á mannréttindi. Þetta er því áhugaverð viðbót í baráttuna gegn óumhverfisvænum vörum og líklegt að fleiri slík smáforrit komi á markað með aukinni umhverfisvitund almennings.