extra_large-1465379528-fish-inside-a-jellyfish

Slæmur dagurinn í vinnunni? Þú getur allavega huggað þig við það að þú ert alveg ábyggilega að eiga betri dag en fiskurinn á myndinni hér fyrir ofan.

Þessa mögnuðu mynd, þar sem sjá má fisk sem er hreinlega inni í marglyttu, tók ljósmyndarinn Tim Samuel við Byron Bay í Ástralíu í desember í fyrra. Að sögn Samuel stóð sporður fisksins útúr marglyttunni og gat hann því stýrt hreyfingum hennar. Samuel segir einnig að það hafi hvarflað að honum að losa fiskinn úr prísundinni en að lokum hafi hann ákveðið að leyfa náttúrunni að hafa sinn gang.

Fiskurinn er talinn vera ung tirtla og segir fiskalíffræðingurinn Tibbetts að þær leiti stundum skjóls nálægt marglyttum til að forðast rándýr. Sjaldgæft sé þó að þeir lendi inni í þeim eins og í þessu tilfelli. Tibbets segir einnig erfitt að segja til um það hvað fiskinum finnist um nýju sambúðina en ekki sé ólíklegt að hann hafi það ágætt.