b199f8e0-f50f-4553-af3a-e6123d2f39dc-bestSizeAvailable

Nýverið fundu vísindamenn áður óþekkta tegund risaeðla frá Júra tímabilinu, samkvæmt frétt The Guardian. Steingervingur risaeðlunnar fannst í Kína og er tegundin, sem hefur fengið heitið Yi qi (skrítni vængur), merkileg fyrir þær sakir að hún virðist hafa haft eiginleika bæði leðurblaka og fugla.

Risaeðlan var fremur lítil og þakin fjöðrum en auk þess hafði hún vængi sem voru sérstakir að gerð. Yi qu hafði óvenjulegar fjaðrir á örmum og fingrum en einnig hafði hún mjög stórt bein á úlnliðunum sem náði langt aftur, líkt og sjá má á myndinni hér að ofan. Milli beinsins og fingranna var síðan einskonar himna af mjúkvef og telja vísindamenn að vefurinn hafi verið svipaður að gerð og vefurinn í vængjum leðurblaka.

Fornleifafræðingar segja tegundina ekki vera forfaðir fugla og alls óskyldann leðurblökum heldur sé Yi qi gott dæmi um samleitna þróun sem er vel þekkt í þróunarsögunni.