oil-pump-jack-1407715_1280

Á síðustu vikum sínum sem forseti Bandaríkjanna virðist Barack Obama ætla að hafa eins mikil áhrif og hann getur til framtíðar. Obama hefur nú bannað olíuleit Bandaríkjanna á Norðurslóðum fram til ársins 2022.

Ekki verður leyfilegt að bora eftir olíu í höfunum Beaufort og Chukchi, Kyrrahafinu og Atlantshafinu. Áfram verður þó leyfilegt að vinna olíu í Mexíkóflóa sem verður jafnframt eina stóra olíuleitarsvæði Bandaríkjanna.

Ákvörðunin er mikill sigur fyrir umhverfissinna sem lengi hafa talað gegn olívinnslu á Norðurslóðum, þar á meðal á Drekasvæðinu sem Íslendingar eru farnir að þekkja nokkuð vel. Fall olíverðs og aukinn markaður fyrir endurnýjanlega orkugjafa spilar einnig stóran þátt og er ákvörðunin því ekki síður fjárhagslega hagkvæm.

Breytingar og framtíðarhorfur á markaðnum hafa nú þegar haft jákvæð áhrif á orkunotkun Bandaríkjanna sem hafa náð markmiðum í því minnka losun gróðurshúsalofttegunda til ársins 2024 og notkun kola til ársins 2030. Hvort velgengni landsins í umhverfismálum heldur áfram á sömu braut veltur að miklu leiti á þeim ákvörðunum sem tilvonandi forseti Bandaríkjanna kemur til með að taka.