north-pole-670x440

Fimmtudaginn 14. janúar næstkomandi fer fram málstofa sem ber heitið Olía og gas á Norðurskautinu: Ábyrgð og skyldur. Málstofan verður haldin í Háskólanum í Reykjavík og stendur frá klukkan 14:00-16:00 í stofu M209.

Á viðburðinum verður farið yfir málefni tengd nýtingu á olíu og gasi á Norðurskautinu og úrræði ef umhverfisskaði á sér stað vegna nýtingarinnar.

Þrír sérfræðingar á sviði alþjóðalaga, þau Rachel Lorna Johstone, prófessor í lögfræði við HA og Háskólann á Grænlandi, Nigel Banks, prófessor í náttúruauðlindarétti við Háskólann í Calgary og aðjúnkt við lagadeild háskólans í Tromsö og Bjarni Már Magnússon, lektor við lagadeild HR og Fulbright Arctic Initiative styrkþegi, flytja erindi.

Málstofan er opin öllum og er aðgangur ókeypis.

Nánari upplýsingar má finna hér.