
Olíuslys varð á þriðjudaginn nálægt inversku borginni Chennai á Suður-Indlandi. Um eitt tonn af olíu lak í hafið þegar tvö skip rákust saman.
Olían hefur þegar náð að ströndum Indlands og er unnið hörðum höndum að því að hreinsa hana til að lágmarka áhrifin á lífríki á svæðinu. Að sögn embættismanna hefur olíuslysið þegar haft neikvæð áhrif á fiska sem og önnur sjávardýr, meðal annars sæskjaldbökur af tegundinni Lepidochelys olivacea sem er skilgreind sem tegund í útrýmingarhættu.
Slysið hefur einnig haft slæmar afleiðingar fyrir veiðimenn á svæðinu og er talið að allt að 100.000 veiðimenn hafi þurft að yfirgefa svæðið.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir af afleiðingum olíuslyssins.