extra_large-1479828126-cover-image

Í leit að ólöglegum gullnámum náði flugvél stjórnvalda í Brasilíu nýlega fyrstu myndunum af ættbálki sem hefur fram að þessu lifað einangraður frá umheiminum.

Á myndunum má sjá mannvirki sem nefnist “yano” en innan þess er talið að um 100 manns úr Yanomami ættbálknum búi. Hver hluti hýsir mismunandi fjölskyldur og veitir þeim skýli auk svæðis til að hengja hengirúm sín, undirbúa og geyma mat.

Ættbálkar sem ekki hafa komist í snertingu við Vestræna menningu eru í dag afar fáir og hafa notið verndar frá árinu 1992. Á svæðinu er talið að búi um 22.000 innfæddir og eru í það minnsta þrír ættbálkar sem ekki hafa haft samskipti við umheiminn.

Ólögleg námuvinnsla er mikið vandamál á svæðinu og ógnar hún meðal annars þessum viðkvæmu ættbálkum. Námuvinnsla ógnar ættbálkunum meðal annars að því leiti að hún getur leitt til kvikasilfurseitrunar og er talið að allt að 90% innfæddra í Brasilíu þjáist af slíkri eitrun.

Auk þess hefur sagan sýnt okkur að þegar ættbálkar á borð við þessa komast í snertingu við utanaðkomandi menn bregðast þeir illa við sjúkdómum sem þeir hafa ekki ónæmi fyrir auk þess sem oft kemur til átaka.

Talsmaður samtakanna Survival International, Stephen Corry, sagði að “þessar ótrúlegu myndir eru frekari sönnun á tilvist fleiri ættbálka sem ekki hefur verið haft samband við. Þeir eru ekki villimenn heldur flókin og samtíma samfélög hvers réttur verður að vera virtur”.

Samtökin berjast fyrir réttindum innfæddra ættbálka og reyna eftir fremsta megni að vernda þá fyrir utanaðkomandi áhrifum sem gætu útrýmt þessum viðkvæmu hópum manna.

content-1479827863-guilherme-gnipper-1334-2-original-original-original

content-1479827837-guilherme-gnipper-1302-original-original-original