Snake_breathing

Hvatinn mælir með þessu myndbandi, sem var birt á digg.com þar sem snákur sést borða egg í heilu lagi. Þetta er ekki einsdæmi því svona borða snákar yfirleitt bráð sína, þ.e. gleypa hana í einum bita. Til að koma í veg fyrir köfnun við átið þá skýtur slangan út nokkurs konar framlenginu á barkanum, eins og sést á meðfylgjandi mynd. Það getur nefnilega tekið drjúga stund að gleypa svona stóran hlut og erfitt að halda niðri andanum allan tímann.

Snákar borða ekki margar máltíðir á dag eins og maðurinn, heldur láta þeir svona bita duga í nokkrar vikur og stundum mánuði. Eftir svona ofát er líka eins gott að finna sér góðan stað til að liggja á meltunni því bitinn hefur líka áhrif á lögun snákana.