nh-1

Það fór varla framhjá neinum þegar geimfar NASA, New Horizons, flaug framhjá Plútó í júlí. Enn er verið að vinna úr gögnunum sem New Horizons aflaði og má sjá nýjustu myndirnar hér að neðan auk myndbands af fyrrum plánetunni.

Myndirnar eru þær skýrustu sem sést hafa af Plútó hingað til og gæti liðið langur tími þar til annað eins tækifæri gefsti til að rannsaka dvergreikistjörnuna. New Horizons tók myndirnar um 15 mínútum áður en geimfarið var sem næst Plútó eða í um 17.000 kílómetra fjarlægð frá dvergreikistjörnunni. Hver myndeining sýnir 77-85 metra af yfirborði Plútó og sést greinilega hversu fjölbreytilegt yfirborðið er. Í framhaldinu munu vísindamenn NASA leggjast yfir myndirnar til að læra enn meira um jarðfræði Plútó.

Hér að neðan má bæði sjá myndband og myndir af yfirborði Plútó en við bendum þeim sem eru sérstaklega áhugasamir á að hægt er að sjá samfellda mynd frá NASA hér.

nh-1

nh-2

nh-3