Microbeads-in-Cosmetics-Could-Soon-Be-Banned-in-California-427761-2

Plastagnir er að finna í fjölmörgum snyrtivörum, til dæmis andlitskrúbbum og tannkremum. Plastagnirnar eru minni en sandkorn á stærð og vegna þess að vörurnar sem þær er að finna í enda yfirleitt í vaskinum eða sturtubotninum geta þessa örsmáu agnir haft slæmar afleiðingar. Vegna stærðar þeirra ná síur í vatnskerfum ekki að hindra að þær komist áfram og geta þær því endað í drykkjarvatni eða verið étnar af fiskum sem enda síðan á disknum okkar.

Fjölmörg samtök vinna nú að því að reyna að banna plastagnir í snyrtivörum og meðal þeirra er Story of Stuff verkefnið. Við mælum með myndbandinu frá þeim hér að neðan fyrir þá sem vilja fræðast meira um plastagnir og áhrif þeirra: