Mynd: BBC NHU/Chadden Hunter

Árið 2015 dóu fleiri en 200.000 saiga antilópur í Kazakhstan, eða meira en helmingur einstaklinga af tegundinni á heimsvísu, með stuttu millibili. Dauðinn hefur verið vísindamönnum mikil ráðgáta og hafa þeir keppst við að reyna að finna ástæðuna. Nú hefur það loksins tekist og var grein birt um það í tímaritinu Science Advances fyrr í mánuðnum.

Ástæðu dauðans má rekja til blóðeitrunar af völdum bakteríunnar Pasteurella multocida. Bakteríunna er gjarnan að finna í undarlegu nefi antílópunnar og er jafnvel talin vera til staðar frá fæðingu.

Árið 2015 var óvenjumikill hiti og raki í heimkynnum saiga antílópunnar í Kazakhstan og er því talið að bakterían hafi fljölgað sér óhóflega og leitt til blóðeitrunar.
Fjöldadauðinn var mikið áfall fyrir stofninn og dag eru aðeins um 100.000 saiga antílópur eftir í heimingum. Fyrir utan fjöldadauðann hefur tegundin hefur átt undir högg að sækja vegna veiða og búsvæðaeyðingar af völdum manna.