Mynd: Vistfræðifélag Íslands
Mynd: Vistfræðifélag Íslands

Fimmta ráðstefna Vistfræðifélags Íslands verður haldin 3. mars næstkomandi. Að þessu sinni fer ráðstefnan fram í fundarsal Verkís að Ofanleiti 2.

Á ráðstefnunni gefst vísindamönnum í vistfræði tækifæri til að kynna rannsóknir sínar og kynnast rannsóknum annarra.

Frestur til að skila inn ágripum er til 12. febrúar en nánar er hægt að lesa um ráðstefnuna á heimasíðu Vistfræðifélagsins.