Íbúar Bretlands ráku margir upp stór augu í gær þegar sólin virtist skyndilega hafa breytt um lit. Í stað þess að skarta sínum hefðbundna gula lit var sólin rauð og veltu einhverjir fyrir sér hvort heimsendir gæti jafnvel verið í nánd.
Myllumerkin #redsun og #apocalypse urðu áberandi á samfélagsmiðlum en ekki leið á löngu þar til þessi óvenjulegi atburður var útskýrður á helstu fréttaveitum.
Um er að ræða áhrif frá fellibylnum Ophelia sem gekk yfir Írland í gær. Ophelia, sem átti upptök sín við Azor eyjar, virðist hafa borið með sér sand frá Sahara eyðimörkinni en einnig telur veðurfréttamaður BBC að leifar úr skógareldum í Portúgal og á Spáni hafi einnig flækst með.
Þessir þættir hafa þau áhrif að ljós frá sólu er dreift yfir lengri bylgjulengdir og virðist ljósið því rauðara en við erum vön.
Notendur Twitter hafa að sjálfsögðu grínast með atburðinn og má sjá brot af því besta hér að neðan.
Today is the day we die, the apocalypse is coming. Lock your doors and remember to remove the head or destroy the brain #RedSun red sun pic.twitter.com/C6Vx8QNMU0
— BillyRYT (@BillyRYTx) October 16, 2017
I've worked out this whole red sun thing… AZOR AHAI will be born today! #GameOfThrones #RedSun pic.twitter.com/sb7hf3u5IE
— Drawty Devil (@DrawtyDevil) October 16, 2017
Red sky at night, shepherd's delight.
Red sky in the morning, shepherd's warning.
Red sky all day, SHEPHERD GONE CRAY.#redsun
— Swéta Rana (@s_rana_) October 16, 2017
It's not the end of the world its just a bit of #redsun #redsky pic.twitter.com/uclGp1DV0L
— Jack (@JackDerham2108) October 16, 2017
#redsun This weird light is very disturbing. I keep expecting 4 blokes on horses to home galloping out of the sky pic.twitter.com/DqXzfmGq6c
— Henry♔Tudor (@Tudor_Henry) October 16, 2017
One of the only days where no filter means something #Redsun pic.twitter.com/Jju3EC0vPv
— Rachel Kiki (@RachelKiki_) October 16, 2017
I think this might be it guys. It’s been mostly fun but the last couple of years pretty awful so on balance we probably deserve it #RedSun
— Greg James (@gregjames) October 16, 2017