Rauð panda er í útrýmingarhættu samkvæm válista IUCN

Válisti Alþjóðlegu náttúruverndasamtakanna (IUCN) sem gengur undir nafninu “Rauði listinn” var tekinn í notkun árið 1964. Listinn flokkar tegundir lífvera í níu flokka eftir því hver staða þeirra er á heimsvísu og er hann ýtarlegasta skrá þess efnis sem við búum yfir.

Það sem Rauði listinn gerir ekki er að segja til um hversu vel verndunarstarf fyrir einstakar tegundir gengur. Til þess að reyna að skilja betur árangur verndunarstarfs stefnir IUCN að því að útbúa nýjan lista sem ber vinnuheitið „Græni listinn“, til að meta árangurinn.

Í grein sem birtist í tímaritinu Conservation Biology er sagt frá Græna listanum. Farið er yfir skilgreiningu á tegund sem hefur náð sér vel á strik auk fjögurra mæligilda sem eiga að hjálpa til við að mæla árangur fyrra verndunarstarfs.

Græni listinn á að nýtast til þess að hjálpa þeim sem starfa við verndun lífvera að hámarka skivirkni verndunarstarfsins og meta hversu vel það gengur. Fremur en að áherslan sé á að koma í veg fyrir að tegundir deyji út er tilgangur listans reyna hjálpa vísindamönnum að ná tegundum lífvera sem ógnað er í sem allra best horf á ný.

Langtímamarkmið IUCN með Græna listanum er að hann sameinist Rauða listanum. Hugmyndin er sú að undir hverri tegund verði hægt að sjá stöðu hennar á Rauða listanum auk stöðu hennar samkvæmt mæligildum Græna listans. Ætlunin er að þetta hjálpi til við að meta árangur verndunarstarfs og ákvarðanatöku um áframhaldandi verndun til að gera verndunarstarf skilvirkara til framtíðar.

Græni listinn er enn aðeins á tillögustigi og er nafnið einnig bráðabirgðanafn. Vonir standa til að með áframhaldandi vinnu megi koma listanum í notkun árið 2020. Barney Long, einn höfundur greinarinna, sagði tilganginn með því að birta greinina svo snemma vera til að fá gagnrýni, endurgjöf og stuðning frá vísindasamfélaginu til að betrumbæta kerfið. Framundan eru strangar prófanir til að meta árangur og vænleika listans.