Mynd: Evening Standard
Mynd: Evening Standard

Risa pöndur (Giant pandas) eða Ailuropoda melanoleuca hafa síðan 1965 verið flokkaðar á rauðum lista IUCN sem tegund í sjaldgæf tegund eða í útrýmingarhættu. Eins og lýst hefur verið í fróðleiksmola Hvatans um rauða listann, þýðir það að mikil hætta sé á því að tegundin deyi út í náttúrunni.

Nú heyrir loks til tíðinda í málefnum risa pöndunnar en samkvæmt nýjustu talningum á helstu heimsvæðum tegundarinnar í Kína, hefur einstaklingum innan tegundarinn fjölgað um 17% á síðastliðnum áratug. Á sama tíma hefur skilningur manna á risapöndunni og hegðun hennar aukist til muna sem gerir það að verkum að pöndum sem haldið er í dýragörðum eða áþekkum stöðum gengur einnig betur að fjölga sér.

Þetta þýðir ekki að tegundin er úr allri hættu, en mögulega færist tegundin úr flokknum „í útrýmingarhættu“ eða „endagnered“ í flokkinn „viðkvæm tegund“ sem á ensku útleggst „vulnerable“. Við megum því ekki sofna á verðinum en hreyfing í þessa átt á rauða lista IUCN er mjög jákvæð, sérstaklega fyrir tegund sem hefur verið svo lengi flokkuð í útrýmingarhættu.