sn-horneddino

Risaeðlur af ættinni Ceratopsian er best þekktar fyrir horn sín og kamb, líkt og margir kannast við hjá nashyrningseðlum. Lítið er þó vitað um þróun þeirra vegna þess hve fáir steingervingar hafa fundist. Nú hefur þó bæst púsl við púsluspilið en um 79 milljón ára steingervingur risaeðlu af áður óþekktri tegund fannst í Alberta fylki Canada.

Risaeðlan hefur fengið latneska heitið Wendiceratops pinhornensis í höfuðuð á Wendy Sloboda sem fann reitinn þar sem steingervingurinn fannst. Wendi var um 6 metra löng og hafði einkenni Ceratopsian risaeðla, svo sem horn og kamb aftan á höfði. Vísindamenn segja að það mikilvægasta við þennann fund sé þó hornið sem risaeðlan hefur á trýninu en slíkt horn hefur ekki áður sést í svo gömlum steingervingi. Þessi nýji steingervingur bendir til þess slík horn hafi þróast tvisvar í ætt Ceratopsian, einu sinni í Centrosaurine risaeðlum (sem Weniceratops er hluti af) og einu sinni í Chasmosaurinae, (sem nashyrningseðlur eru hluti af).

Tengdar fréttir:
Nýja risaeðlan “Hellboy” og óvenjulegt bónorð
Nýuppgötvuð risaeðla hafði eiginleika bæði fugla og leðurblaka
Brontosaurus endurheimtir nafnið