Mynd: jdegenhardt/Flickr
Mynd: jdegenhardt/Flickr

Þrátt fyrir að vera orðinn yfir 100 ára gamall er risaskjaldbakan Diego ekki dauður úr öllum æðum og hefur feðrað yfir 800 afkvæmi á ævinni.

Diego er af undirtegundinni Chelonoidis hoodensins og býr á eyjunni Española sem er hluti af Galapagos eyjaklasanum. Diego hefur þó ekki alltaf átt sér samastað á Española því hann dvaldi stóran hluta ævi sinnar í dýragaðinum í San Diego. Árið 1976 var Diego fluttur til Española til að aðstoða við að koma stofninum á strik á ný en hann hafði hrunið mikið vegna ágangs manna.

Flutningurinn hefur reynst einstaklega vel því erfðarannsókn á skjalbökum eyjunnar hefur leitt í ljós að hátt í 40% skjaldbaka sem sleppt hefur verið á eyjunni eru afkvæmi Diego. Í dag telur undirtegundin um 2.000 einstaklinga og er það talið vera Diego að þakka að miklu leiti.

Þrátt fyrir gott gengi hefur stofninn ekki náð sér fullkomlega en talið er að hann hafi talið um 5.000 dýr þegar best lét.