giant-squid

Risa smokkfiskar eru sjaldgæf sjón enda halda þeir sig almennt séð á djúpsævi og er þess vegna sérstaklega erfitt að rannsaka þessi mögnuðu dýr. Það kom þess vegna skemmtilega á óvart þegar risa smokkfiskur sást í Toyama Bay við vesturströnd Japan á aðfangadag.

Talið er að um ungt dýr hafi verið að ræða en það var um 3,7 metrar á lengd sem er töluvert styttra en fullvaxta dýr sem eru um 13 metra löng.

Ekki er vitað hvers vegna smokkfiskurinn lagði leið sína í Toyama Bay en að sögn Akinobu Kimura, sem náði myndbandi af dýrinu, virtist það vera heilbrigt og synti að lokum út á haf.