Rottur hafa lengi haft slæmt orðspor, þær eru ekki bara taldar skítugar heldur hefur þeim verið kennt um það að bera svarta dauða með sér frá Asíu á miðri 13. öld. Nú gefa nýjar rannsóknir til kynna að við höfum líklega verið að kenna röngu nagdýri um og að stökkmýs (Rhombomys opimus) hafi í raun verið sökudólgurinn.
Grein þess efnis var birt í tímaritinu the Proceedings of the National Academy og Sciences og stendur rannsóknarhópur við Háskólann í Osló á bakvið rannsóknina. Hópurinn skoðaði gögn um árhringi trjáa frá 13. öld til að meta það hvaða dýr væri líklegast til að hafa borið sjúkdóminn með sér. Í ljós kom að veðurfarslegar aðstæður ekki þess háttar að rottur væru líklegur sökudólgur. Vísindamennirnir tóku hins vegar eftir því að í hvert skipti sem veðurfar var kjörið fyrir stökkmýs og flær í mið Asíu birtist bakterían borgum í Evrópu nokkru seinna.
Næsta skref rannsóknarhópsins er að rannsaka DNA bakteríunnar í beinagrindum í Evrópu. Ef niðurstöðurnar sýna að mikinn breytileika í erfðaefni segir rannsóknarhópurinn að það gefi til kynna að þau hafi rétt fyrir sér.
Hvatinn mælir með því að fólk taki rottur í sátt þangað til þá því enginn er sekur fyrr en sekt hans er sönnuð.