Mynd: Wikipedia.org
Mynd: Wikipedia.org

Mishka er ársgamall sæotur sem býr í Sædýrasafninu í Seattle, hún er fyrsti sæoturinn sem hefur greinst með asma. Það er því ekki að undra að þegar asminn uppgötvaðist vissu starfsmenn sædýrasafnsins ekki hvað ætti til bragðs að taka, hvernig átti að meðhöndla asmann og fá Mishku til að nota asmapúst.

Þar sem Mishka hafði aldrei áður séð asmapúst eða hafði nokkra hugmynd um til hvers pústið væri var ákveðið að nota jákvæða styrkingu til að kenna Mishku að nota pústið. Eftir smá þjálfun hefur Mishku tekist að læra á pústið, en hún veit líka að þegar hún er búin að stinga nefinu inní pústið þá fær hún verðlaunin sín, fisk.

Myndbandið hér að neðan sýnir Mishku að verki, þar sem hún fær lyfjaskammtinn sinn.

Heimild: IFLScience