Richard Smith

Þessi dásamlega fallegi sæhestur fannst við strendur Hachijo-jima eyju sem hluti af Japan og er líst í nýlegri grein sem birtist í vísindaritinu Zookeys. Hér er um að ræða nýja tegund sæhesta, sem er agnarsmá, ekki nema 15 mm löng og býr tegundin á um 11 metra dýpi.

Þessi nýja tegund, sem hefur hlotið nafnið Hippocampus japapigu býr í kóralrifjunum sem útskýrir skæra og fallega liti hennar. Með litarhafti sínu fellur tegundinn inní umhverfið og því er auðvelt að missa af henni.

Hippocampus japapigu tilheyrir hópi lítilla sæhesta sem kallast Pygmy sæhestar, en þessi nýja tegund er frábrugðin öðrum slíkum tegundum, bæði vegna sérstakar byggingar sinnar en einnig var hvatbera erfðaefni notað til að skera úr um skyldleika Hippocampus japapigu við þekktar tegundir.

Þessum breytileika var lýst í greininni sem vísað er í hér að ofan, en hún byggir á fundi rannsóknarhóps á þremur einstaklingum af Hippocampus japapigu við kóralrif í kringum Japan og nærliggjandi eyjar.

Hér að neðan má svo sjá myndband sem hópurinn birti af tegundinni á síðu National Geographic.