Skjáskot af vefsíðuninni Matarsoun.is
Skjáskot af vefsíðuninni Saman gegn matarsóun

Matarsóun er stórt vandamál á heimsvísu og er áætlað að um 1,3 milljón tonn af mat frá heimilinum endi í ruslinu. Þessi vandi á ekki síst við á Íslandi en nýtilkomin vefur gæti hjálpað Íslendingum í baráttunni gegn matarsóun.

Verkefnið ber heitið “Saman gegn matarsóun” og er samstarfsverkefni nokkurra aðila. Meðal þeirra eru Umhverfisstofnun, Landvernd og Matvælastofnun.

Á vefnum má finna ýmsar gagnlegar upplýsingar, til dæmis upplýsingar um það hvað matarsóun er, áhugaverðar fréttir tengdar matarsóun og síðast en ekki síst upplýsingar um það hvað við sem neytendur getum gert til að takmarka matarsóun á heimilum okkar.