me-bai

Fílsunginn Me-Bai, sem sést á myndinni hér að ofan, var tekin frá mömmu sinni þegar hún var bara 3ja ára gömul. Þeir sem tóku hana notuðu hana í túristaferðir þar sem boðið var uppá ferðir á fílsbaki. Álagið sem fylgdi túristabransanum var að lokum svo mikið á Me-Bai, hún fór að missa mátt og hætti að geta sinnt vinnu sinni fyrir túristana svo eigendurnir ákváðu að sleppa henni.

Við tók 100 km ferðalag, þar sem sjálfboðaliðar frá Elephant Nature Park fylgdu henni að hitta hjörðina sína aftur. Myndbandið hér að neðan sýnir hvernig Me-Bai og mamma hennar fagna heimkomunni en þær hafa langt í frá gleymt hvor annarri þrátt fyrir langan aðskilnað.

Hægt er að fylgjast með mæðgunum á facebook síðu Lek Chailert stofnanda Elephant Nature Park.