Mynd: Flickr/Nicholas Erwin
Mynd: Flickr/Nicholas Erwin

Náttúran er okkur mikilvæg og færir okkur ýmsa þjónustu, þar ber ekki síst a nefna ánægjuna sem fylgir því að njóta hennar. Það er þó síður en svo auðvelt að meta til fjár hvert gildi náttúrunnar er. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar gætu samfélagsmiðlar aðstoðað okkur í framtíðinni við að skilja virði hennar.

Á samfélagsmiðlum á borð við Instagram, Facebook og Flickr er vinsælt að deila myndum af ferðalögum og er oftar en ekki um að ræða myndir af fallegri náttúru. Oft er notast við svokölluð “geo-tags” þar sem sýnt er hvar á jörðinnu myndin var tekin. Þennan eiginleika nýttu Laura Sonter og samstarfsfólk hennar til meta gildi þjóðlenda í Vermont fylki Bandaríkjanna.

Í rannsókninni skoðaði hópurinn myndir sem deilt hafði verið á Flickr og teknar höfðu verið í Vermont. Þau margfölduðu síðan fjölda mynda sem deilt hafði verið með áætluðum fjármunum sem heimsókn skilaði hagkerfinu. Samkvæmt niðurstöðum þeirra eyddu ljósmyndararnir um 1,8 milljörðum dollarar sem runnu í vasa fylkisins á árunum 2007 til 2014.

Að sögn Sonter er “…með þessari aðferð hægt að sýna fram á það hvert fólk fer til að njóta náttúrunnar og af hverju ákveðin landsvæði eru vinsælli en önnur”. Hún telur að með aðferðinni verði hægt að gera stjórnendum landsvæða auðveldara fyrir að sýna fram á virði þeirra og sýna fram á það hvers vegna ætti að vernda þau.

Greinin var birt í PLOS ONE.