Mynd: Detroit Zoo
Mynd: Detroit Zoo

Fram að þessu hefur verið talið að raddfæri apa séu þannig byggð að þau bjóði upp á getuna til að talað. Ný rannsókn varpar þó ljósi á uppbyggingu raddfæra macaque apa og ættu þeir samkvæmt niðurstöðunum að hafa líkamlega getu til að tala. Niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar í Science Advances í vikunni.

Rannsóknarhópurinn notaði röntgen myndir til að ákvarða uppbyggingu og hreyfigetu raddfæra apanna, til dæmis tungu, vara og barkakýlis. Í kjölfarið útbjó hópurinn tölvulíkan af raddfærum apanna og var niðurstaða prófana þeirra sú að aparnir ættu út frá uppbyggingu raddfæranna að geta talað.

En af hverju tala apar þá ekki? Ástæðuna má líklega rekja til vitrænna takmarkana og telur rannsóknarhópurinn að það sem skilji að menn og apa í þessu samhengi sé munurinn á uppbyggingu heilans. Þannig sé lykillinn að því að geta talað í raun blanda af getunni til að prófa sig áfram með mismunandi hljóð og þess að vera með nógu flókinn heila til að muna og geta túlkað hljóðin.

Hér að neðan má heyra hvernig aparnir gætu hljómað ef þeir töluðu og er útkoman síður en svo falleg.

Computer-generated Macaque grunt