Hvítir nashyrningar eru tegund nashyrninga sem lifa í Afríku, þangað til fyrir stuttu var talið að um eina tegund væri að ræða, en síðar kom í ljós að hægt er að skipta tegundinni í tvær undirtegundir, eftir búsvæðum þeirra. Önnur lifir syðst í Afríku og er kennd við suður meðan hin, sem kennd er við norðrið býr í austur og mið Afríku.

Þó hér séu einungis um undirtegundir að ræða eiga þessar tvær tegund ekki svo auðvelt með að æxlast og því hjálpar það hvíta nashyrningum sem býr í norðri lítið að enn eru á lífi karlkyns nashyrningar í suðri nú þegar síðasti hvíti nashyrningurinn af undirtegundinni í norðri er dáinn.

Nashyrningurinn sem hét Sudan náði 45 ára aldri, hann bjó á verndunarsvæðinu Ol Pejeta Conservancy í Kenýa en þangað var hann fluttur frá dýragarði í Tékklandi árið 2009. Sudan naut verndar frá starfsfólki verndarsvæðisins allan sólarhringinn þar sem nashyrningahorn eru enn mjög eftirsótt vara, þrátt fyrir að verð fyrir nashyrningahorn hafi hríðfallið.

Til að vernda Sudan frá veiðiþjófum var brugðið á það ráð að losa hann við hornið. Slík aðgerð er skammgóður vermir þar sem hornið vex aftur og veiðiþjófar sjá mikinn hag í því að drepa dýr þó ekki sé nema fyrir lítinn hornbút.

Starfsfólk verndunarsvæðisins og þeir sem berjast gegn útdauða nashyrninga sjá örlítið ljós við enda ganganna, þó ekkert karldýr sé lengur til af þessari undirtegund binda þau vonir við að hægt verði að nýta tæknifjóvgun til að viðhalda tegundinni og nota hvítan nashyrning í undirtegundinni í suðri, sem staðgöngumóður.

Auðvitað er illri meðferð mannskepnunnar á náttúrunni hér um að kenna en við vonum samt að sú tækni sem við höfum þróað geti einnig bjargað þessum fallegu dýrum frá algjörum útdauða. Hvernig sem fer er löngu kominn tími til að hugsa betur um jörðina okkar og öll dýrin sem byggja hana með okkur.