stubbar

Sígarettustubbar hafa nú það eina hlutverk að vera rusl, svo því má segja að sígarettustubbar séu nú loks að fá hlutverk í heiminum þegar vísindamenn við Seoul National University í Suður Kóreu breyta þeim í efni sem mögulega verður hægt að nota í endurhlaðanleg batterí.

Mjög hátt hlutfall þess rusls sem finnst í sjónum eru sígarettustubbar. Sígarettustubba er líka að finna á nánast hverju götuhorni og mætti segja að þeir séu algengari sjón en tyggjóklessur. Þeir brotna hægt niður eru hafa hingað tilekkert hlutverk annað en að menga umhverfið. Þess vegna hafa yfirvöld í mörgum löndum velt fyrir sér leiðum um hvernig hægt er að minnka umfang sígarettustubba í umhverfinu, með sektum eða öðrum óvinsælum aðgerðum.

Með því að umbreyta sígarettustubbunum í sterkbyggt og yfirborðsmikið efni með tiltölulega einfaldri aðgerð eru höfundar greinar sem birtist í Nanotechnology að leggja sín lóð á vogarskálarnar til að losa umheiminn við þetta hvimleiða vandamál.

Sígarettustubbar samanstanda aðallega af sellulósa acetati, en með meðhöndlun sem kallast pyrolysis verður til uppbyggiefni battería sem nú til dags er yfirleitt kolefni á föstu formi. Í stuttu máli breytast allar sameindir stubbanna í gas eða vövka meðan kolefnið verður eftir á föstu formi. Þetta gerist yfirleitt loftfirrðar aðstæður og mjög mikinn hita.

Kolefnið sem eftir verður hefur mikið yfirborð, þ.e.a.s. inní kolefninu myndast fullt af pínulitlum holum sem eykur yfirborð efnisins, en það er einmitt eftirsóknarvert fyrir kolefni sem notað er sem uppbyggi efni battería. Aukið yfirborð gefur efninu meiri eiginleika til að halda í hleðsluna. Umbreytingin á sér stað í einungis einu skrefi svo meðhöndlunin er frekar auðveld í framkvæmd. Vonandi verða þessar uppgötvanir kveikjan að því að fækka sígarettustubbum í umhverfinu.