Mengun í hafinu er gríðarstórt vandamál sem erfitt er að ráða fram úr. Undanfarið hefur spjótunum mikið verið beitt að plaströrum sem vissulega eru hluti vandans ásamt fleiri birtingarmyndum plastúrgangs. Rörin telja þó aðeins til um 0,02% af heildarsorpi í hafinu. Samkvæmt grein á vegum NBC fréttastöðvarinnar er önnur gerð sorps mun stærra vandamál: sígarettustubbar.

Að því er kemur fram í grein NBC eru sígarettustubbar sú gerð sorps sem er hvað algengast að engi í hafinu. Þrátt fyrir þetta eru engar reglugerðir til staðar til að sporna gegn vandanum.

Á hverju ári síðan árið 1986 hafa sígarettustubbar verið sú gerð af sorpi sem hvað mest er af við strandhreinsanir. Alls er um að ræða yfir 60 milljón stubba.

Um 5,6 trilljón sígarettur eru framleiddar á hverju ári. Þó að meirhluti sígarettunnar sjálfrar brenni upp við reykingarnar sitja filterarnir eftir en það eru einmitt þeir sem eru aðalvandamálið. Filterar sígaretta eru samsettir úr sellulósa acetati og tekur efnið meira en áratug að brotna niður.

Til að sporna gegn vandanum hefur herferð sem ber nafnið Cigarette Butt Pollution Project hafið gögnu sín. Markmið herferðarinnar er að breyta viðhorfum fólks til filtera og koma í veg fyrir að þeir endi í hafinu.