New-View-of-Jupiters-Moon-Ganymede

Vísindamenn hafa talið að vatn eða nánar tiltekið sjó væri að finna á Ganymede, síðan á áttunda áratug síðustu aldra. Árið 2002 fékk sú tilgáta byr undir báða vængi eftir mælingar á segulsviði tunglsins með Galileo, geimfari sem NASA sendi útí geim. Með hjálp Hubble sjónaukans hafa nú loks fengist frekari gögn sem styðja þá kenningu.

Ganymede er stærsta tungl Júpíters og reyndar stærsta tunglið í sólkerfinu okkar, svo stórt að það er litlu minna en Mars. Tunglið hefur sitt eigið segulsvið sem það stjórnast af en að auki verður það fyrir áhrifum segulsviðs Júpíters. Eins og á jörðinni sjást norðurljós í kringum norður- og suðurpólinn á Ganymede, en segulsviðin hafa áhrif á þessi ljós og það var einmitt það sem Joachim Saur og samstarfsfélagar hans nýttu sér til að skoða samsetningu hnattarins.

Vatn eins og hafið verður fyrir áhrifum frá segulsviði plánetunnar sem það fylgir. Það virkar þannig að segulsvið Júpíters hefur áhrif á Ganymede, en að auki hefur það áhrif á sjóinn sem fyrirfinnst að öllum líkindum á tunglinu, neðanjarðar þar sem við sjáum það ekki. Áhrifin á sjóinn eru öfug, sé miðað við áhrif segulsviðsins á Ganymede sjálft og þar af leiðandi færast norðurljósin ekki jafn mikið til og ef áhrifa sjávar gætti ekki.

Með því að fylgjast með hreyfingum norðurljósanna gátu vísindamennirnir séð að breytingar þeirra umhverfistunglið, var einungis 2 gráður, en ætti að vera 6 gráður. Þetta gefur til kynna að undir yfirborði plánetunnar er að finna gífurlegt magn af söltu vatni, sennilega er þarna að finna meira vatn en fyrirfinnst á yfirborði jarðarinnar. Telja Saur og samstarfsfélagar hans að sjórinn sé um 100 kílómetra djúpur en hann er einnig falinn undir 50 kílómetra þykkri íshellu.

Þessar merku uppgötvanir gerast líka á merkilegu ári því árið 2015 á Hubble 25 ára afmæli, en honum var skotið útí geim árið 1990. Frekari umfjöllun um þessar nýju vísbendingar um líf á öðrum hnöttum má lesa hér.