Mynd: The Siberian Times, Sergey Bychenkov
Mynd: The Siberian Times, Sergey Bychenkov

Furðulegir risasnjóboltar hafa safnast saman á strönd Rússlands í nálægð við þorpið Nyda. Snjóboltarnir eru af öllum stærðum, sumir eru á stærð við tennisbolta meðan aðrir eru um metri á þvermál en það sem er skrítnast við þessa snjóbolta er að þeir verða ekki til af mannavöldum heldur virðist þeim skola að landi.

Þetta furðulega fyrirbæri verður að öllum líkindum til þegar klakabreiður tóku að bráðna hægt og rólega frá ströndinni. Þá hafa líklega myndast klakabútar sem skolaði útí flæðamálið, meðhöndlun veðra, vinda og sjávar breyttu klökunum síðan í þær klakakúlur sem við sjáum á myndunum.

Mynd: Ekaterina Chernykh
Mynd: Ekaterina Chernykh

Ekki einu sinni elstu íbúar þorpsins Nyda muna eftir að hafa séð annað eins, en vitað er að svipuð fyrirbæri hafa áður komið við sögu í Finnlandsflóa árið 2014 og Michigan vatni síðla árs 2015.

Það verður að segjast að þetta skemmtilega fyrirbæri er einstaklega fallegt og það er kannski ekki að undra enda höfum við sé náttúruna búa til ótrúlega fallega hluti.

Mynd: Ekaterina Chernykh
Mynd: Ekaterina Chernykh