Mynd: Photoshot/Zuma

Grænlandshákarlar eru þekktir fyrir að vera afar langlífir en vegna lífshátta þeirra vitum við lítið um tegundina. Ný myndbönd sem tekin voru upp í Austur-kanadíska Norðurheimskautinu varpa nú ljósi á þessa dularfullu tegund.

Myndböndin voru tekin upp á árunum 2015 og 2016 úr 31 neðansjávarmyndavél. Alls náðust 250 klukkustundir af efni og við úrvinnslu á því tókst að greina 142 einstakalinga af tegundinni. Auk þess tókst vísindamönnum að safna upplýsingum úr myndböndunum, meðal annars um áætlaða stofnstærð tegundarinnar á svæðinu. Umfjöllun um niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature.

Grænlandshákarlar eru merkileg tegund fyrir margar sakir or er talið að þeir geti lifað í um 400 ár. Auk þess eru þeir nær blindir vegna snýkjudýra sem taka sér bólfestu í augum þeirra og þrátt fyrir að synda afar hægt eru þeir góðir veiðimenn.

Brot úr upptökunum má sjá hér að neðan auk myndbands sem fjallar um þessa áhugaverðu tegund.