Mynd: Photoshot/Zuma

Grænlandshákarlar eru þekktir fyrir að vera afar langlífir en vegna lífshátta þeirra vitum við lítið um tegundina. Ný myndbönd sem tekin voru upp í Austur-kanadíska Norðurheimskautinu varpa nú ljósi á þessa dularfullu tegund.

Myndböndin voru tekin upp á árunum 2015 og 2016 úr 31 neðansjávarmyndavél. Alls náðust 250 klukkustundir af efni og við úrvinnslu á því tókst að greina 142 einstakalinga af tegundinni. Auk þess tókst vísindamönnum að safna upplýsingum úr myndböndunum, meðal annars um áætlaða stofnstærð tegundarinnar á svæðinu. Umfjöllun um niðurstöðurnar voru birtar í tímaritinu Nature.

Grænlandshákarlar eru merkileg tegund fyrir margar sakir or er talið að þeir geti lifað í um 400 ár. Auk þess eru þeir nær blindir vegna snýkjudýra sem taka sér bólfestu í augum þeirra og þrátt fyrir að synda afar hægt eru þeir góðir veiðimenn.

Brot úr upptökunum má sjá hér að neðan auk myndbands sem fjallar um þessa áhugaverðu tegund.

DeilaShare on FacebookTweet about this on TwitterShare on Google+Share on TumblrShare on LinkedInPin on PinterestEmail this to someone