Сайгак

Saiga antilópur eru óvenjuleg dýr eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Nú virðist því miður sem að þessi sérstaka tegund gæti hreinlega orðið útdauð í náttúrunni innan nokkurra vikna. Saiga antilópur eru á lista yfir dýr í útrýmingarhættu en þrátt fyrir það eru, eða réttara sagt voru, um 100.000 eftir í náttúrunni. Á aðeins nokkrum vikum hafa um 85.000 dýr dáið og enginn veit af hverju.

Búsvæði antílópunnar eru í Kazakstahn, Rússlandi og Mongólíu og er það stofninn í Kazakstahn sem hefur hrunið svona skyndilega. Líklegt þykir að pasteurellosis bakteríusýking sé orsökin en það hefur ekki verið staðfest. Sérfræðingar í sjúkdómum villtra dýra eru á leið til Kazakstahn til að kanna málið.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem stofnstærð saiga antílópa hefur hrunið skyndlega. Í kjölfar þess að Sóvétríkin leystust upp á tíunda áratugnum jókst veiðiþjófnaður til muna og árið 2003 var einungis 21.000 dýr eftir. Áhyggjuefnið í þetta skipti er að ótrúlegur fjöldi dýra hefur dáið á skömmum tíma. Saiga antílópur eru þó lífseig dýr og vona sérfræðingar að þeim muni takast að ná sér aftur á strik ef skyndidauðinn leiðir ekki til útdauða.