Dýrið á myndinni hér að ofan líkist einna helst teiknimyndapersónu en um er að ræða smokkfisk af tegundinni Rossia pacifica. Smokkfiskurinn sást nærri ströndum Suður-Kaliforníu og hefur á stuttum tíma farið sigurför um heiminn enda ansi sætur.
Það voru vísindamenn rannsóknarskipsins Nautilus sem komu auga á smokkfiskinn og voru þeir jafn hrifnir og við, líkt og má heyra í myndbandinu hér að neðan.
Tegundina er aðalega að finna í Norður-Kyrrahafinu á milli Japan og Suður-Kaliforníu á um 300 metra dýpi. Þó hefur einnig sést til smokkfisksins við allt að 1.300 metra dýpi. Smokkfiskurinn ver mestum tíma sínum liggjandi á hafsbotninum en ef ró hans er raskað skýst hann í burtu og skilur oft eftir sig þykkt blekský.
Smokkfiskurinn í myndbandinu fannst við notkun á fjarstýrðu tæki Nautilus sem nefnist Hercules á um 900 metra dýpi. Hægt að fylgjast með för Hercules og fræðast meira um leiðangur rannsóknarskipsins á vefsíðu Nautilus.