Mynd: WWF
Mynd: WWF

Þeir sem horfðu á þáttaröð BBC Planet Earth II í fyrra muna vafalaust eftir hinum dularfullu snæhlébörðum sem teknir voru fyrir í einum þáttanna. Þessi fallegu dýr hafa lengi átt undir högg að sækja og hafa verið á lista yfir dýr í útrýmingarhættu síðan á áttunda áratug síðustu aldar. Nú hafa Alþjóðlegu náttúruvernarsamtökin, IUCN, tekið tegundina úr þeim flokki og hún verið færð í næsta flokk fyrir ofan yfir viðkvæmar tegundir.

Snæhlébarðar eru þekktir fyrir það að vera erfitt viðfangsefni rannsókna þar sem að þeir búa á afar afskektum svæðum í Himalayafjöllunum. Með auknum tækniframförum hefur orðið auðveldara að meta fjölda þeirra og er nú talið að þeir telji um 4.000 einstaklingar. Einnig er það mat sérfræðingar að snæhlébörðum fari ekki eins ört fækkandi og áður var talið.

Til að falla í flokk dýra í útrýmingarhættu þyrfti tegundin að telja færri en 2.500 fullþroska dýr og hafa fyrri rannsóknir benti til þess. Samkvæmt því stofnstærðarmati sem liggur fyrir í dag er talið afar ólíklegt að dýrin séu svo fá en þó er tegundin enn í hættu og er benda sérfræðingar á að mikilvægt sé að halda áfram verndunrastarfi svo tegundin nái að dafna.